Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM skilaði Almannarómi vörðuskýrslum reglulega á samningstíma máltækniáætlunar. Óháð fagráð, sem skipað var erlendum sérfræðingum í máltækni, rýndi vörðuskýrslur og skilaði að því loknu úttekt til Almannaróms. Í skýrslunum er farið yfir framgang verkefna máltækniáætlunar og hann borinn saman við mælanleg markmið samnings Almannaróms og SÍM.
Vörður þrjú og fimm fela ekki í sér hefðbundin skýrsluskil heldur kynningu Almannaróms og SÍM fyrir menningar- og viðskiptaráðuneyti, þar sem farið er yfir stöðu verkefna og hagnýtingu þeirra í atvinnulífi og samfélagi.