Beygingarlýsing íslensks nútímamáls

http://hdl.handle.net/20.500.12537/5

 

Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma sem birt eru í heild á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Í BÍN eru nú 294.154 uppflettiorð.

BÍN er hægt að nota á tvo mismunandi vegu

  • Leita. Bæði er hægt að leita að uppflettiorðum (lemmum) og beygingarmyndum.
  • Sækja. Hægt er að sækja tvær mismunandi gerðir BÍN, hvora um sig á tvenns konar mismunandi sniði (CSV og SQL). Áður en BÍN er sótt verður að samþykkja sérstaka leyfisskilmála.

Vísað er í BÍN á eftirfarandi hátt: Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. (E.d.) Kristín Bjarnadóttir, ritstjóri. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sótt ddmmáááá á bin.arnastofnun.is.

Um BÍN

Upphaflegur tilgangur með BÍN var að semja íslenska beygingarlýsingu til nota í máltækni, orðabókargerð og málfræðirannsóknum. Frá upphafi var líka ráðgert að útbúa sérstaka vefútgáfu ætlaða almenningi. Vinna við verkið hófst árið 2002.

Frekari upplýsingar um verkið er að finna á heimasíðu þess.

Samband

  • Kristín Bjarnadóttir, ritstjóri
  • Rannsóknadósent emeritus
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Netfang: kristinb@hi.is