Fréttir

28. apríl 2023

Málheildavefur Árnastofnunar (https://malheildir.arnastofnun.is) hefur nú verið uppfærður, en á honum má skoða og leita í mörgum þeim málheildum sem finna má á varðveislusvæði CLARIN-IS. Vefurinn nýtir sér Korp, sem Språkbanken í Svíþjóð hefur þróað, og var nýjasta útgáfan sótt og aðlöguð, enda hefur töluverð þróun á sér stað á kerfinu síðan málheildavefur Árnastofnunar fór fyrst í loftið árið 2018. Ýmsir hnökrar á gamla kerfinu hafa nú verið lagaðir, auk þess sem útlitsbreytingar eru talsverðar. Við hvetjum notendur til að skoða notendahandbókina (https://malheildir.arnastofnun.is/userguide/main.html).

1. nóvember 2022

Seinustu vörðu máltækniáætlunar fyrir íslensku 20218-2022 var náð í byrjun október. Öll þau gögn og verkfæri sem urðu til í tengslum við máltækniáætlunina er nú að finna á varðveislusvæði CLARIN-IS. Yfirlit sem gefur góða heildarmynd yfir allt það sem finna má á varðveislusvæðinu er aðgengilegt hér.

1. júlí 2022

Um seinustu mánaðamót lauk áttundu og næstseinustu vörðu máltækniáætlunar. Alls bættust við 18 nýjar færslur í maí og júní við varðveislusvæði CLARIN-IS (http://repository.clarin.is). Sem dæmi þá sendi Miðeind inn gögnin sem liggja til grundvallar vefsíðunni Yfirlestur.is, en á þeirri síðu er hægt að láta yfirfara íslenskan texta og benda á ýmislegt sem betur mætti fara í stafsetningu og málfari. TÍRÓ hefur unnið að gerð vefgáttar fyrir talgervla (https://tts.tiro.is) og er frumkóðann að finna á varðveislusvæði CLARIN-IS. Háskólinn í Reykjavík nýtti sér vefgáttina við þróun WebRice, veflesara sem hægt að bæta við vefsíður svo notendur geti valið texta og hlustað á hann í staðinn fyrir að lesa hann.
 

Fréttasafn