Fréttir

 

6. maí 2021

Þriðjudaginn 18. maí munu Almannarómur, Samstarf um íslenska máltækni (SÍM) og European Language Grid standa fyrir sérstakri atvinnulífsráðstefnu um máltækni, undir fyrirsögninni Máltæknibyltingin  Stafræn nýsköpun íslenskunnar. Ráðstefnan stendur frá kl. 8:45-13 og verður í beinni útsendingu á vef RÚV. Fluttur verður fjöldi erinda og ýmis verkefni máltækniáætlunar stjórnvalda kynnt. Nánari upplýsingar verða birtar hér þegar nær dregur.

 

Fréttasafn