Fréttir

 

11. maí 2020

Tveir rannsóknarhópar frá íslenska CLARIN-landshópnum kynntu rannsóknir sínar á sýndarvinnustofunni ParlaCLARIN í dag. Steinþór Steingrímsson, Starkaður Barkarson og Gunnar Thor Örnólfsson kynntu greinina „IGC-Parl: Icelandic Corpus of Parliamentary Proceedings“, og Kristján Rúnarsson og Einar Freyr Sigurðsson kynntu greinina „Parsing Icelandic Alþingi Transcripts: Parliamentary Speeches as a Genre“. Báðar greinarnar eru birtar í ráðstefnuriti sem er opið á netinu.

 

8. maí 2020

Ýmsum málföngum hefur nýlega verið bætt við CLARIN-IS varðveislusafnið:

Öllum þessum málföngum er hægt að hlaða niður. Þau eru með CC BY 4.0 leyfi nema IceNeuralParsingPipeline sem er með MIT leyfi.

 

30. mars 2020

Skilafrestur útdrátta fyrir ársráðstefnu CLARIN sem verður haldin í Madrid dagana 5.-7. október hefur verið framlengdur. Aðalefni ráðstefnunnar að þessu sinni er „Málföng, tól og þjónustur fyrir þverfaglegar rannsóknir“ (Language resources, tools and services for interdisciplinary research) en ýmis önnur efni koma líka til greina. Útdráttum skal skila gegnum EasyChair ekki síðar en 28. apríl. Sjá ráðstefnukall á heimasíðu CLARIN ERIC. 

 

Fréttasafn