Fréttir

 

1. október 2020

Fyrsta ári máltækniáætlunar stjórnvalda lauk nú um mánaðamótin og áætlunin er þegar farin að skila af sér margvíslegum gögnum. Fjölda afurða áætlunarinnar hefur nýlega verið bætt í varðveislusafn CLARIN-IS þar sem nú eru 80 færslur - mállýsingar, málleg gagnasöfn og hugbúnaður til að vinna með íslensku. Mest af þessu eru afurðir máltækniáætlunarinnar, en einnig eru þarna gögn sem hafa orðið til í máltækninámi í HÍ og HR, svo og gögn sem unnin hafa verið á vegum einstakra stofnana og fyrirtækja.

 

11. maí 2020

Tveir rannsóknarhópar frá íslenska CLARIN-landshópnum kynntu rannsóknir sínar á sýndarvinnustofunni ParlaCLARIN í dag. Steinþór Steingrímsson, Starkaður Barkarson og Gunnar Thor Örnólfsson kynntu greinina „IGC-Parl: Icelandic Corpus of Parliamentary Proceedings“, og Kristján Rúnarsson og Einar Freyr Sigurðsson kynntu greinina „Parsing Icelandic Alþingi Transcripts: Parliamentary Speeches as a Genre“. Báðar greinarnar eru birtar í ráðstefnuriti sem er opið á netinu.

 

8. maí 2020

Ýmsum málföngum hefur nýlega verið bætt við CLARIN-IS varðveislusafnið:

Öllum þessum málföngum er hægt að hlaða niður. Þau eru með CC BY 4.0 leyfi nema IceNeuralParsingPipeline sem er með MIT leyfi.

 

Fréttasafn