Fréttir

 

21. febrúar 2020

CLARIN-skrifstofan á Íslandi er nú flutt í Þingholtsstræti 29, ásamt máltæknisviði Árnastofnunar. Skrifstofan hefur nú fengið sérstakt símanúmer - 525-4037.

13. febrúar 2020

Öll erindi á ársráðstefnu CLARIN í Leipzig í haust voru tekin upp og eru nú komin á netið. Þar á meðal er erindi Lilju Bjarkar Stefánsdóttur og Antons Karls Ingasonar, Lifespan Change and Style Shift in the Icelandic Gigaword Corpus.

 

5. febrúar 2020

Ný máltækniafurð hefur nú bæst í varðveislusafn CLARIN-IS. Það er ruglingsmengjamálheild (The Icelandic Confusion Set Corpus) sem þróuð var af Steinunni Friðriksdóttur og Antoni Karli Ingasyni við Háskóla Íslands. Hún hefur að geyma mikinn fjölda samhljóma orðapara sem iðulega er ruglað saman (leitileytisínsýnforvitinnforvitinhvaðkvað, o.fl.). Málheildin er öllum aðgengileg með CC BY 4.0 leyfi.

 

4. febrúar 2020

Í framhaldi af samþykkt laga um samtök um evrópska rannsóknarinnviði nr. 66/2019 hefur mennta- og menningarmálaráðherra ákveðið að Ísland sæki um fulla aðild að CLARIN ERIC. Formleg umsókn verður væntanlega send á næstunni. Þetta er mikið gleðiefni og mun styrkja starf íslensku CLARIN-miðstöðvarinnar.

 

Fréttasafn