Fréttir

 

21. nóvember 2019

Nú má lesa fréttaskot CLARIN ERIC fyrir nóvember á vefnum. Þar er m.a. að finna stutta frásögn af ráðstefnunni Er íslenskan góður „bissness“ sem haldin var 16. október. 

 

18. nóvember 2019

CLARIN-IS hefur nú verið skráð sem C-setur sem merkir að þangað er hægt að sækja lýsigögn. Lýsigögn frá CLARIN-IS eru því farin að birtast þegar leitað er í Virtual Language Observatory Með lýsigögnunum fylgir tengill á viðkomandi gögn eða hugbúnað.

 

16. október 2019

CLARIN-IS stóð ásamt öðrum að málþinginu Er íslenskan góður„bissness“  sem var haldið í Veröld - Húsi Vigdísar miðvikudaginn 16. október. Þar fluttu forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra ávörp, og fólk úr fræðasamfélaginu og frá fyrirtækjum talaði um máltækni og hvernig hún gæti nýst á ýmsan hátt. Bente Maegaard, sem situr í fagráði Almannaráðs ásamt Kadri Vider og Steven Krauwer, flutti stutt kynningarerindi um CLARIN. Um 120 manns sóttu málþingið. Upptaka frá því er á vefnum og einnig fleiri myndir.  

Fréttasafn