Fréttir

23. ágúst 2023

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er nú orðin fullgild þjónustumiðstöð fyrir CLARIN á Íslandi (B-centre). Til að gerast fullgild þjónustumiðstöð þarf að uppfylla ströng skilyrði hvað varðar utanumhald og tæknilega innviði. Þjónustumiðstöðvarnar eru í raun hryggjarstykki CLARIN og sjá um að veita vísindasamfélaginu aðgang að gögnum og þjónustu ásamt því að miðla þekkingu.

 

28. apríl 2023

Málheildavefur Árnastofnunar (https://malheildir.arnastofnun.is) hefur nú verið uppfærður, en á honum má skoða og leita í mörgum þeim málheildum sem finna má á varðveislusvæði CLARIN-IS. Vefurinn nýtir sér Korp, sem Språkbanken í Svíþjóð hefur þróað, og var nýjasta útgáfan sótt og aðlöguð, enda hefur töluverð þróun á sér stað á kerfinu síðan málheildavefur Árnastofnunar fór fyrst í loftið árið 2018. Ýmsir hnökrar á gamla kerfinu hafa nú verið lagaðir, auk þess sem útlitsbreytingar eru talsverðar. Við hvetjum notendur til að skoða notendahandbókina (https://malheildir.arnastofnun.is/userguide/main.html).

Fréttasafn