Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Í þrjá áratugi hafa verið þýddir hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins lagatextar sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samninginn). Frá upphafi þýðingarstarfsins hefur íðorðum og orðasamböndum verið safnað í Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar. Flest íðorðanna tengjast hinum margvíslegu sérsviðum EES-samningsins en af þeim má nefna t.d. félagsleg réttindi, flutninga, fjármál, lyf, neytendamál og umhverfismál. Þá eru í safninu mörg íðorð úr lagamáli og stjórnsýslu, svo og heiti milliríkjasamninga, stofnana, nefnda, ráða o.fl. Einnig hefur orðasafn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands verið birt í Hugtakasafninu. Nú eru í safninu rúmlega 82.000 færslur og hverri þeirra fylgja nokkrir upplýsingareitir. Ný íðorð eru reglulega færð inn.

  • Leita í hugtakasafninu

Um Hugtakasafnið

Meiri upplýsingar um Hugtakasafnið.

Samband