Mynstur og setningar

Mynstur og setningar er hluti af Hjal-verkefninu og inniheldur sjaldgæf stafamynstur í íslensku og setningar sem hafa að geyma orð með þessum mynstrum. Setningarnar voru teknar úr skáldsögum frá árunum kringum 2000.

  • Sækja gögnin hér

Setningar sem þátttakendur í Hjal-verkefninu lásu voru valdar á vélrænan hátt úr textasafni með u.þ.b. 100 skáldsögum á íslensku sem fengnar voru hjá bókaforlögum. Við valið var stuðst við skrá um stafamynstur sem Eiríkur Rögnvaldsson útbjó, einkum upp úr Íslenskri rímorðabók. Leitað var sérstaklega að setningum með sjaldgæfum mynstrum til að tryggja að nógu mörg dæmi um þau yrðu í lestextum. Í skránni patterns_sentences.xls eru annars vegar 182 sjaldgæf stafamynstur og hins vegar 1433 setningar sem valdar voru samkvæmt þeim mynstrum.

 


Hafið samband

Eiríkur Rögnvaldsson
Netföng: eirikur@hi.is;
eirikur.rognvaldsson@gmail.com.