Hljóðupptökur ISLEX

Hljóðupptökur ISLEX er gagnagrunnur sem inniheldur hljóðupptökur á öllum íslensku uppflettiorðunum (48.500) í ISLEX-orðabókinni.

Sækja hljóðskrár hér

Um hljóðupptökur ISLEX

Við hvert uppflettiorð í ISLEX-orðabókinni er gefinn framburður í formi hljóðskráar. Um er að ræða tæplega 49000 orð og auk þess rúmlega 700 orðasambönd (t.d. sjá aumur á honum, eiga í brösum við hana).

Framburðurinn var hljóðritaður í september 2012 í hljóðveri í Reykjavík (Upptekið). Lesari er Guðfinna Rúnarsdóttir (fædd 1963).

Hljóðin eru í wav-formati (í fullum upptökugæðum), einnig OGG og MP3.


Hafa samband

Hafið samband við ISLEX hér.