Þessar stofnanir hafa þegar skrifað undir svohljóðandi viljayfirlýsingu um þátttöku:
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að Ísland gerist áheyrnaraðili (e. observer) að evrópska innviðaverkefninu CLARIN ERIC (https://www.clarin.eu/) og tilnefnt Ásgerði Kjartansdóttur sérfræðing í ráðuneytinu sem fulltrúa á allsherjarfundi CLARIN en Eirík Rögnvaldsson prófessor emeritus sem landsfulltrúa (e. National Coordinator) gagnvart CLARIN.
Ráðuneytið hefur falið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að vera leiðandi aðili (e. leading partner) í þátttöku Íslands í verkefninu. Árnastofnun mun koma upp tæknilegri þjónustumiðstöð (e. Service Providing Centre, CLARIN B-centre) þangað sem unnt verður að sækja ákveðna þjónustu og fá aðgang að gögnum og þekkingu.
Markmið CLARIN er að stafræn málföng – gagnasöfn um tungumál og önnur málsöfn og mállegar heimildir – alls staðar að úr Evrópu verði aðgengileg í gegnum einn sameiginlegan netaðgang, til rannsókna í hug- og félagsvísindum og til tækniþróunar. CLARIN stefnir einnig að því að bjóða upp á þróaðan hugbúnað til að skoða, greina og vinna með slík gagnasöfn.
Grunneining CLARIN í hverju landi er landshópur (e. National Consortium) helstu aðila sem geta haft hag af tengslum við CLARIN og/eða hafa eitthvað fram að leggja til samstarfsins. Þar er einkum um að ræða háskóla og rannsóknastofnanir en einnig söfn og fleiri aðila sem vinna með málleg gögn eða búa yfir slíkum gögnum.
[Stofnunin] staðfestir hér með þátttöku í landshópi CLARIN á Íslandi. [Stofnunin] lýsir yfir vilja sínum til að vinna að því með landsfulltrúa og íslenska CLARIN-setrinu á Árnastofnun að tilgangi með þátttöku Íslands í CLARIN verði náð. Í þeirri vinnu verði eftirfarandi markmið m.a. höfð að leiðarljósi:
Íslenska CLARIN-setrið veitir ráðgjöf við þessa vinnu og tæknilega aðstoð eftir því sem kostur er, en vinnan verður að öðru leyti á ábyrgð og kostnað hverrar stofnunar fyrir sig. Undirritun þessarar viljayfirlýsingar felur þó ekki í sér neinar fjárhagslegar skuldbindingar af hálfu stofnananna. Sérhver stofnun getur hvenær sem er hætt þátttöku í CLARIN-samstarfinu.