Framburðarorðabókin

Framburðarorðabókin er hluti af Hjal-verkefninu og inniheldur milli 50 og 60 þúsund hljóðritaðar orðmyndir. Listinn yfir orðmyndirnar er settur saman úr mörgum heimildum, svo sem Morgunblaðinu, nýlegum skáldsögum svo og talmálsheild Ístal.

  • Sækja Framburðarorðabókina hér (textarnir eru aðgengilegir með CC BY 3.0 leyfi).

Um Framburðarorðabókina

Hluti af Hjal-verkefninu var að búa til orðtíðnilista fyrir íslensku. Listinn var settur saman úr mörgum heimildum: Morgunblaðinu, nýlegum skáldsögum, og talmálsheild Ístal. ScanSoft ákvað að lágmarksstærð listans yrði 30.000 orðmyndir en þar sem íslenskan er beygingarmál var talið að betra væri að gera töluvert stærri lista og því gerður orðalisti sem nam nærri 50.000 orðmyndum. Við þetta bættust svo orð sem komu fyrir í setningum og orðasamböndum sem þátttakendur lásu, þannig að alls urðu þetta milli 50 og 60 þúsund orð. Það voru svo þrír stúdentar í máltækni sem hljóðrituðu efnið í SAMPA en Eiríkur Rögnvaldsson breytti því svo yfir í IPA.


Hafið samband

Eiríkur Rögnvaldsson
prófessor í íslenskri málfræði
Íslensku- og menningardeild
Háskóla Íslands, Hugvísindasviði
Skrifstofa: Árnagarði, 415
Vinnusími: +354-525-4403
Fax: +354-525-4242
Netföng: eirikur@hi.is;
eirikur.rognvaldsson@gmail.com.