Stofnun Árna Magnússonar hýsir og rekur Íslenska málbankann sem er vottuð CLARIN-þjónustumiðstöð. Gögn málbankans eru hýst á varðveislusvæði CLARIN-IS og þangað getur fólk sem vill hýsa rannsóknar- og máltæknigögn sín farið. Þar er einnig hægt að leita að málföngum en á vefsíðu Íslenska málbankans er yfirlit yfir gögnin mun betra.
Íslelnski málbankinn inniheldur fjölda gagna, bæði hugbúnað til málvinnslu, málleg gagnasöfn og mállýsingar af ýmsum toga. Allar afurðir máltækniáætlunar fóru til að mynda þangað inn og flest þau gögn sem finna mátti á www.malfong.is einnig.