Íslenski málbankinn

Stofnun Árna Magnússonar hýsir og rekur Íslenska málbankann sem er vottuð CLARIN-þjónustumiðstöð. Málbankinn inniheldur fjölda gagna, bæði hugbúnað til málvinnslu, málleg gagnasöfn og mállýsingar af ýmsum toga. Allar afurðir máltækniáætlunar fóru til að mynda þangað inn og flest þau gögn sem finna mátti á www.malfong.is einnig.