Á varðveislusvæði CLARIN er að finna bæði gagnagsöfn, líkön og hugbúnað. Að mestu eru þetta afurðir máltækniáætlunar en einnig ýmis önnur gögn sem stofnanir og einkaaðilar hafa sent inn. Á www.clarin.is/gogn er megnið af því sem er að finna á varðveislusvæðinu listað á skipulagðan hátt sem gefur góða yfirsýn yfir innihald varðveislusvæðisins.
Málvinnsluvefurinn er kominn upp aftur, nýr og betrumbættur. Á honum er hægt að nýta eftfarandi tól, bæði með því að líma inn texta inn í þar til gert form og með því að notast við forritaskil:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er nú orðin fullgild þjónustumiðstöð fyrir CLARIN á Íslandi (B-centre). Til að gerast fullgild þjónustumiðstöð þarf að uppfylla ströng skilyrði hvað varðar utanumhald og tæknilega innviði. Þjónustumiðstöðvarnar eru í raun hryggjarstykki CLARIN og sjá um að veita vísindasamfélaginu aðgang að gögnum og þjónustu ásamt því að miðla þekkingu.