Fréttir

16. október 2019

CLARIN-IS stóð ásamt öðrum að málþinginu Er íslenskan góður„bissness“  sem var haldið í Veröld - Húsi Vigdísar miðvikudaginn 16. október. Þar fluttu forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra ávörp, og fólk úr fræðasamfélaginu og frá fyrirtækjum talaði um máltækni og hvernig hún gæti nýst á ýmsan hátt. Bente Maegaard, sem situr í fagráði Almannaráðs ásamt Kadri Vider og Steven Krauwer, flutti stutt kynningarerindi um CLARIN. Um 120 manns sóttu málþingið. Upptaka frá því er á vefnum og einnig fleiri myndir.  

Fréttasafn